Um sjóðinn

Nafn sjóðsins er Minningargjafasjóður Landspítala Íslands. Ný skipulagsskrá hans var staðfest af Sýslumanninum á Sauðárkróki þann 28. mars 2007.

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að bættri meðferð sjúklinga, m.a. með styrkveitingum til þeirra eða aðstandenda þeirra og til tækjakaupa fyrir Landspítala.

Tekjur sjóðsins eru minningargjafir, fjármagnstekjur og eftir atvikum aðrar tekjur.

Stjórn sjóðsins ákveður allar styrkveitingar úr sjóðnum og ráðstöfun á tekjum hans.

Stjórn Minningargjafasjóðs Landspítala Íslands skipa:
Drífa Pálsdóttir lögfræðingur, formaður
Hildur Harðardóttir, læknir, ritari
Þorbjörg Guðnadóttir viðskiptafræðingur, gjaldkeri
Vigdís Jónsdóttir, félagsráðgjafi, meðstjórnandi
Vilhelmína Salbergsdóttir skrifstofustjóri, meðstjórnandi