Umsóknir

Hverjir geta sótt um?

  1. Sjúklingar, börn og fullorðnir, sem þarfnast dvalar á sjúkrastofnun erlendis vegna þess að ekki er kostur á sams konar meðferð hér á landi. Slík styrkveiting er bundin því skilyrði að fyrir liggi umsögn læknis í viðkomandi sérgrein sem staðfesti nauðsyn utanfarar í þessu skyni. Sjúklingar geta sótt um styrk vegna útlagðs eigin kostnaðar, sem ekki er greiddur af Tryggingastofnun ríkisins. Þeir geta einnig sótt um styrk vegna kostnaðar fylgdarmanns ef þörf er á slíkum fylgdarmanni.

    Þegar sérstök þörf er á því að systkini, eitt eða fleiri, fylgi sjúklingi til útlanda, sem þarfnast dvalar á sjúkrastofnun erlendis, er heimilt að veita styrk vegna ferðar systkinis eða systkina. Einkum er hér átt við systkini til og með 12 ára aldri og systkini á aldursbilinu 13 ára til og með 17 ára í sérstökum tilvikum. Með sjúklingi er átt við systkini eða foreldri þess sem sótt er um styrk fyrir. Í framgreindum tilvikum skal með umsókn fylgja rökstuðningur fyrir nauðsyn ferðar systkinis eða systkina.

  2. Foreldrar barns sem á við alvarleg eða langvinn veikindi og/eða fötlun að stríða, vegna ítrekaðra læknismeðferða og/eða rannsókna á barninu hér á landi. Styrk má m.a. veita vegna kostnaðar af nauðsynlegum ferðalögum og uppihaldi foreldra eða annarra fylgdarmanna.

 

Hvert á að sækja um?

Umsóknir merktar Minningargjafasjóði Landspítala Íslands skal senda til Önnu Dóru Sigurðardóttur, félagsráðgjafa, Landspítala Eiríksgötu 21, 101 Reykjavík. Hún veitir einnig upplýsingar og leiðbeiningar um styrkumsóknir og hjá henni má nálgast eyðublöð fyrir umsóknirnar. Sími Önnu Dóru er 5439514 og netfangið er annadora@lsh.is .

Tekið er á móti umsóknum eftir heimkomu þegar allur kostnaður er kominn fram.