Vegna fullorðins sjúklings

Til athugunar vegna umsóknar um styrk úr Minningargjafasjóði Landspítala Íslands vegna fylgdarmanns fullorðins sjúklings til útlanda.

Meginreglan er sú að einungis er veittur styrkur fyrir einn fylgdarmann. Í algerum undantekningartilvikum má veita styrk vegna tveggja fylgdarmanna. Þá skal rækilegur rökstuðningur fyrir nauðsyn tveggja fylgdarmanna fylgja á sérstöku blaði með umsókn.


Veita má styrk vegna eftirfarandi:

Flugfarseðils (leita skal lægsta fargjalds ef unnt er).
Gistikostnaðar.
Annars kostnaðar, svo sem fæðiskostnaðar, lestarferða o.fl. Ekki er veittur styrkur vegna leigubíla nema í undantekningartilvikum og ekki er veittur styrkur vegna símakostnaðar.

Við ákvörðun um fjárhæð styrks er litið til reglna um ferðakostnað ríkisstarfsmanna. Miðað er við að með styrk frá sjóðnum sé reynt að mæta kostnaði við fargjald, gistingu og uppihald að verulegu leyti. Styrkur vegna gisti- og uppihaldskostnaðar nemur þó aldrei hærri fjárhæð en 2/3 hlutum af dagpeningum vegna gistingar og uppihalds skv. reglum um ferðakostnað ríkisstarfsmanna.


Fylgigögn með umsókn:

Frumrit flugfarseðils eða e-miði og brottfararspjöld.
Frumrit hótelreiknings.
Frumrit læknisvottorðs.

Minnt er á reglugerð um ferðakostnað Tryggingastofnunar ríkisins vegna brýnnar sjúkdómsmeðferðar erlendis, nr. 827/2002, með síðari breytingum.