Vegna barns innanlands

Til athugunar vegna umsóknar um styrk úr Minningargjafasjóði Landspítala Íslands til greiðslu á kostnaði við ítrekaðar ferðir og uppihald innanlands vegna veikinda og/eða fötlunar barns.

Forsjárforeldri barns (eða annað þeirra, ef forsjárforeldrar eru tveir) sækir um styrk. Eftir atvikum greiðir umsækjandi öðrum fylgdarmanni styrkinn, allan eða að hluta.

Á fylgiblaði með umsókn ber að gera grein fyrir veikindum og/eða fötlun barns og dvöl barns á sjúkrastofnun, hvar og hve lengi.
Enn fremur ber að gera grein fyrir ferðum, gistingu og uppihaldi foreldris/foreldra eða annarra fylgdarmanna barns vegna styrkumsóknar.
Loks skal greint frá fyrri ferðum eða fyrirhuguðum ferðum vegna læknismeðferða eða rannsókna á barni hér á landi.

Veita má styrk vegna eftirfarandi:

Ferða-, gisti- og uppihaldskostnaður umfram það sem Tryggingarstofnun ríksins greiðir

Við ákvörðun um fjárhagsstyrk er miðað við að mæta viðbótarkostnaði vegna ferðar með barn til læknismeðferðar/rannsóknar innanlands.


Fylgigögn með umsókn:

Frumrit reikninga vegna útlagðs kostnaðar
Frumrit læknisvottorðs

Minnt er á reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggðra og aðstandenda þeirra innanlands, nr. 871/2004, með síðari breytingum.